Flokkað í: Karlmannsföt, efri hluti,

Vesti

BUNINGAR_ 312Karlmannsflík úr ullarefni eða prjónað, svart, dökkblátt, mórautt, einstaka er dökkgrænt eða dökkrautt að lit. Það nær upp í háls og niður í mitti eða aðeins niður fyrir mitti. Framstykkin eru tvíhneppt og svo stór að hægt er að hneppa því vinstra yfir það hægra eða öfugt. Ullarbrydding er í hálsmáli og niður barmana í dökkum rauðum, bláum eða grænum litum. Hnappagöt eru á báðum boðungum, níu eða fleiri. Hnappar eða tölur úr tini, pjátri, beini eða silfri.

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200