Flokkað í: Upphlutur, upphlutsbolur, bolur,

Upphlutur

1-BUNINGAR_351-BUNINGAR_1029upphlutsbolur, bolur. Efri hluti búnings sem ber sama heiti. Hann er aðskorinn, ermalaus, fleginn bolur með breiðum hlýrum yfir axlir og reimaður saman að framan. Upphlutsbolur 19. aldar er úr ullarefni eða flaueli, dökkblár, dökkgrænn, hárauður, vín- eða lifrauður, gat einnig verið svartur. Á baki eru borðar úr vír, flaueli eða kniplaðir. Upphlutur 20. aldar er úr svörtu klæði eða vönduðu svörtu ullarefni, stundum úr silki. Á baki 20. aldar upphluts eru mjóir flauelsborðar með vírkniplingum utan með.

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200