Flokkað í: Borðar og leggingar, Upphlutur, upphlutsbolur, bolur,

Borðar, upphlutsborðar

Borðar eru skrautborðar framan á upphlut. Á eldri gerð upphluta geta verið vírborðar (líberíborðar) eða flauelsborðar baldýraðir með vír eða silki eða með skurði og perlusaumi. Borðar eru oftast gerðir úr stífum spjöldum, borðaspjöldum. Baldýring er saumuð beint á borðaspjöldin. Á upphlut 20. aldar eru borðarnir styttri og breiðari en á eldri búningum og þeir eru baldýraðir eða á þeim smíðað borðaskraut sem er fest á þá eins og millurnar.

 

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200