Flokkað í: Treyja,

Treyja

BUNINGAR_945Sá hluti faldbúnings sem konur klæðast utan yfir upphlut og skyrtu. Treyjan er þröng, upp í háls, krækt saman að framan og með löngum, þröngum ermum stundum með uppslögum. Treyjurnar gátu verið bláar en eru nú til dags yfirleitt svartar. Þær eru alltaf skreyttar með borðum og leggingum af ýmsum gerðum og stundum eru á ermum fimm til sjö ermahnappar. Sjá líka karlmannstreyjur.

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200