Flokkað í: Svunta,

Svuntur peysufata og upphluta

Svuntur upphluta og peysufata eru breiðar, einlitar, langröndóttar eða köflóttar. Við 19. aldar búning tíðkast að bera svuntu úr íslenskum ullardúk eða bómullarefni en svuntu úr silki, satíni eða íslenska dúksvuntu við 20. aldar búninga. Svuntan er nú oftast felld undir 2-3cm breiðan streng frá vinstri til hægri, strengurinn er hnepptur að aftan vinstra megin og er hæfileg lengd haldsins (strengsins) yfir stakki eða pilsfellingum að aftan 18-20cm. Svuntufaldurinn er oftast hafður 8-10cm breiður en hæfilega síð er svuntan 15-20cm styttri en pilsið.

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200