Flokkað í: Svunta,

Faldbúningssvunta

Á 18. öld og fyrir þann tíma var borin laus, mjó svunta yfir faldbúningspilsið. Á sumum elstu teikningum sýnast svunturnar styttri en pilsin og einnig að sumar svuntur þess tíma hafi verið úr ólíku efni eða með einhvers konar skreytingar efst. Síðar urðu svunturnar jafnsíðar pilsunum og allar úr sama efni en gátu þó verið ólíkar pilsunum að lit. Þær svuntur eru með svipuðum skreytingum neðst og pilsin en þó eru skreytingar á svuntum venjulega breiðari en á pilsunum.

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200