Styttubönd voru notuð til að stytta pils. Konur bundu band um mjaðmir sér, utan yfir pilsið, og toguðu pilsið upp fyrir bandið. Þannig blotnaði það síður eða óhreinkaðist. Styttubönd voru gjarnan spjaldofin eða fótofin.