Flokkað í: Belti,

Stokkabelti

upphlutur_BUNINGAR_1061Er notað við faldbúning, skautbúning, kyrtil og 20. aldar upphlut. Stokkabelti er sett saman úr mismunandi mörgum málmstokkum sem eru hlekkjaðir saman í eina heild með smáum hlekkjum og krækt saman með beltispörum. Stokkabelti eru nær alltaf smíðuð úr silfri, oftast gyllt, ýmist steypt munstur eða handsmíðað víravirki. Einnig þekktust pressuð munstur og loftverk.

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200