Flokkað í: Sokkar, leppar og sokkabönd,

Spjaldvefnaður

2528-1-spjaldv-2-x

Sérstök aðferð til að vefa bönd. Uppistöðuþræðirnir eru þræddir í gegnum göt á þar til gerðum ferhyrndum spjöldum. Annar endi uppistöðunnar er festur í eitthvað eða brugðið undir ilina. Spjöldunum er snúið á ákveðinn hátt og ívafinu skotið inn í skilin. Axlabönd karlmanna, sokkabönd og styttubönd voru oft á tíðum spjaldofin.

2528.spjaldv1-x

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200