Flokkað í: Klútar,

Slifsi

Hluti peysufata. Langur borði, úr silki eða öðru fínu efni, sem er þræddur við hálsmál peysunnar. Fyrr á tímum var borinn hálsklútur við prjónaða peysu. Slifsið er oftast úr silki, um það bil 1,5 m langt en 18-20cm breitt, en þekkist lengra og breiðara, og á endunum getur verið misbreitt kögur. Slifsi eru í ýmsum litum og munstruð með ýmsum hætti, einnig eru þau til skreytt með vírbaldýringu, listsaumi og með máluðu munstri. Til skrauts er brjóstnælu nælt í slifsið.

 

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200