Flokkað í: Útsaumur,

Skattering

file2576523Saumgerð sem oftast er unnin eftir blómamunstrum. Hún er afbrigði af flatsaumi en sporið sjálft liggur að mestu leyti á réttu efnisins og sparar þannig garnið (sparsaumur). Eftir saumspor á réttu er nálinni stungið upp aftur fast við þar sem henni var stungið niður. Saumsporin á réttu geta verið mislöng en á röngu myndast einungis örlítil spor.

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200