Flokkað í: Húfur,

Skarðhúfa

skardhufaHúfur sem stúlkubörn báru við faldbúninga yfir litlu trafi og bundnar undir kverk. Húfurnar gátu verið úr silki, bryddaðar og mikið skreyttar og með silfurhnöppum í kollinn. Þegar konur fóru að bera spaðafalda í stað krókfalda breyttust líka húfur stelpnanna og í stað hnappanna í kollinn kom lítill spaði og eftir það voru húfurnar kallaðar spaðahúfur.

 

Ljósmynd úr Földum og skarti/Þorgerður Hlöðversdóttir.

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200