Flokkað í: Sjal,

Peysufatasjal

BUNINGAR_1093Sjal borið við 19. og 20. aldar peysuföt og upphluti. Við 20. aldar búninga voru algengust svört sjöl úr fínni ull með breiðu, svörtu kögri. Þau eru allt að 3,5 m löng og 1,85 m breið. Til að ná réttri sídd er sjalið brotið til helminga, stuttu hliðarnar saman. Síðan er aftur brotið eins en þá ekki alveg til helminga heldur látið muna 20-30cm að brúnir falli saman neðst. Þá eru brotnir niður um 10cm að ofan og sú brún látin snúa út. Sjalið lagt yfir herðarnar og brotið fall upp á við yfir axlir svo að vel fari í hálsinn. Loks nælt saman með sjalprjóni á vinstra barmi. Á árum áður voru sjölin úr mismunandi þykku ullarefni, einlitu, köflóttu eða röndóttu. Þá eru til svonefnd frönsk sjöl með litríku munstri sem þykja kjörgripir.

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200