Flokkað í: Yfirhafnir kvenna,

Möttull

BUNINGAR_130Skjólflík yfir skautbúning og kyrtil, einnig notaður við upphlut eða peysuföt. Möttull er slá saumuð úr svörtu klæði, þykku satíni eða jafnvel flaueli og er fóðraður með svörtu, rauðu eða gráu silki. Möttull er lagður svörtu eða hvítu skinni meðfram brúnum allt í kring. Möttullinn er kræktur saman með möttulpörum úr silfri. Hann nær niður á eða rétt niður fyrir kálfa. Hugmyndin og nafnið er komið frá Sigurði Guðmundssyni sem hannaði möttul sem einn hluta skautbúnings. Fyrsti möttullinn var saumaður veturinn 1861-62. Hann var heldur víðari og styttri en nú, skreyttur útsaumi á brúnum og hnýttur saman. Fljótlega tók hann á sig þá núverandi mynd.

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200