Flokkað í: Millur,

Millur

Millur voru notaðar til að festa saman upphlut framan á brjósti. Þær eru úr málmi (silfri) með lykkju, (millu)auga, á öðrum enda. Millur eru festar við brún boðanga á upphlut og í lykkjurnar er þrædd reim til að taka upphlutinn saman. Reimin er þrædd í lykkjurnar með millunál, reimnál. Fyrr á tímum voru millur steyptar úr kopar eða látúni. Nú eru þær oftast úr silfri eða gylltu silfri, ýmist steyptar, pressaðar eða smíðaðar úr víravirki. Á 20. aldar upphlut eru hafðar átta millur, fjórar á hvorum upphlutsborða. Á eldri gerð upphluts eru að minnsta kosti fimm millur hvoru megin en algengt að hafa tólf millur, eða sex hvoru megin, en millurnar gátu verið fleiri jafnvel tólf hvoru megin.

 

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200