Flokkað í: Faldur,

Krókfaldur

BUNINGAR2_126Höfuðbúnaður sem notaður er við 18. aldar faldbúning. Krókfaldur er sívalur, mismunandi hár og bognar fram á við efst. Hann er gerður úr 2-5 mismunandi stórum, ferhyrndum, hvítum klútum, tröfum. Tröfin eru vafin og bundin um höfuðið á vissan hátt og næld föst með títuprjónum. Á seinni hluta 18. aldar var farið að binda mislitan höfuðklút um faldinn neðst. Faldurinn er stundum skreyttur með laufaprjónum, ennisbandi eða koffri.

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200