Flokkað í: Treyja,

Kragi

Hluti faldbúnings frá fornu fari. Í fyrstu líktist hann pípukraga presta en síðar hvarf pípukraginn en eftir var undirlag hans, stífur kringlóttur kragi, nokkrir sentímetrar að breidd. Kragar eru gerðir úr pappa og hattflóka. Þeir eru klæddir flaueli, silki eða klæði, oftast svörtu en líka oft í öðrum lit. Kragar eru skreyttir á ýmsa vegu, með borðum, skurði, kniplingum eða baldýringu. Þeir eru opnir að framan og kræktir þar saman. Stundum voru þeir festir við treyjuna.

Kragi kragi2

 

 

 

 

Ljósmynd úr Földum og skarti/Þorgerður Hlöðversdóttir.

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200