Flokkað í: Silfur og skart,

Hlaupari

Kedja ElinbjortLítill gripur, oftast úr silfri, til að stilla lengd langrar úrfestar sem höfð er um hálsinn. Í hlauparanum er gat og fer festin tvöföld í gegnum það og fest með korki eða öðru efni til fyllingar til að stilla lengd festarinnar. Úrunum er stungið undir pilsstreng, í barminn eða hún fest þar með lítilli nælu. Úrkeðjan fellur þá frá hálsi í stórum sveig.

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200