Flokkað í: Sjal,

Herðasjal, þríhyrna, hyrna, prjónahyrna, skakki

file2549914Þríhyrnt, prjónað sjal sem á árum áður var borið til skjóls, einkum við hversdagsbúning kvenna. Hyrnurnar voru oftast lagðar yfir herðarnar þannig að gleiðasta hornið lá niður bakið. Að framan voru hornin lögð í kross yfir brjóstið og bundin saman að aftan. Hyrnur þær úr eingirni sem stundum eru bornar við upphlut 20. aldar eru lagðar lauslega yfir herðarnar.

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200