Flokkað í: Yfirhafnir kvenna,

Hempa, reiðhempa

830xSkjólflík kvenna fyrr á öldum, svört, skósíð og efnismikil kápa. Hempur voru upprunalega sniðnar eftir spænskum kápum sem voru í tísku í Evrópu á 16. öld. Í fyrstu mun hempan hafa verið viðhafnarfat heldri kvenna og þá skreytt flauelsborðum og ýmsu kvensilfri. Á síðari hluta 18. aldar var farið að leggja hempubarmana þverhandarbreiðum, svörtum borðum, ýmist rósaflosborðum eða skinnsaumsborðum, hvorir tveggja unnir úr íslensku togi.

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200