Flokkað í: Sjal,

Franskt sjal

2012-3-6-sjal-xFarið var að framleiða frönsk sjöl um og eftir miðja 19. öld og bárust þau til Íslands ekki löngu síðar. Sjölin voru með litríku munstri og talin kostagripir. Algengasta stærð þeirra var 160cm x 320cm. Þau voru brotin þversum í fernt svipað og peysufatasjöl. Einnig voru til ferköntuð frönsk sjöl sem voru brotin í tvennt. Sjölin voru notuð yfir upphluti og peysuföt.

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200