Flokkað í: Skautafaldur, skaut,

Faldblæja, blæja, slör

BUNINGAR_72Slæða úr hvítu bómullar- eða silkitjulli. Faldblæjan er fest við skautfaldinn sem notaður er við skautbúning eða kyrtil. Blæjan er brydduð hvítri bómullarblúndu á þrjá vegu og einnig þekkist að draga munstur í blæjuna. Að ofan er mjór faldur sem band er dregið í til að rykkja blæjuna áður en hún er næld með títuprjónum við skautfaldinn að framan.

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200