Skyrta

Bæði karlar og konur notuðu áður fyrr milliskyrtu úr vaðmáli eða lérefti. Skyrtan var há í hálsinn, með löngum ermum og hnepptri líningu í hálsmáli og um úlnliði og slík skyrta er enn notuð við faldbúninga, eldri gerð upphluts og karlbúninga.Hún er oftast úr hvítu eða ljósleitu silki- eða bómullarefni.  Skyrta 20. aldar upphluts er breytt.

 © Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200