20th-century peysuföt

The peysuföt costume evolved with changing times, fashion trends and the availability of materials. The 20th-century peysuföt developed to become quite different from what had been worn in the previous century. The skirt and jacket were black, sewn of woollen cloth or silk damask or similar fabric. As before, the peysa was tightly-fitted with the stakkur (stokkur) at the back. The plackets and cuffs were trimmed with velvet, and the sleeves were slightly puffed at the shoulder. Under the front of the peysa there was a white peysubrjóst or stomacher – a piece of fabric trimmed with lace or embroidery , which was visible at the open front of the jacket. The slifsi or tie was a length of silk worn around the neck and tied in a bow. It was generally made of silk, plain or multicoloured, like the apron. The costume was worn with a shallow cap sewn of velvet with a long black silk tassel. In the mid-20th century the slifsi and apron were sometimes made of multicoloured synthetic fabric. Today the peysuföt costume is generally sewn of woollen fabric, with a silk slifsi. The apron is vertically-striped or chequered, and a shallow cap is knitted of fine woollen yarn. The peysuföt costume is worn with black stockings and shoes.

Peysuföt breyttust eftir tíðaranda, tísku og fáanlegum efnum. Peysuföt 20. aldar urðu að mörgu leyti ólík þeim sem konur klædd-ust öldinni áður Pils og peysa voru svört, saumuð úr klæði, silkidamaski eða efni sem líktist því, einstaka sinnum úr flaueli. Peysan var sem fyrr aðskorin, með stakk (stokk) að aftan, flauel saumað á boðunga og fremst á ermar og ermar með svolitlu púffi á öxlum. Undir peysuna að framan var lagt hvítt peysubrjóst, skreytt blúndu eða útsaumi, sem sá í á opnum barminum. Slifsið var langur silkirenningur, þrætt við hálsmál peysunnar og brugðið í slaufu á barmi. Það var oftast úr silki, einlitt eða marglitt, rétt eins og svuntan.Húfan var grunn, saumuð úr flaueli, með löngum, svörtum silkiskúf. Um miðbik aldarinnar var nokkuð um að notuð væru marglit gerviefni í slifsi og svuntu. Nútímapeysuföt eru oftast saumuð úr ullarefni, slifsi úr silki svo og köflótt eða langröndótt svuntan og grunn húfan prjónuð úr fínu, svörtu ullarbandi. Með peysufötum klæðast konur svörtum sokkum og skóm.

 


© All rights reserved Icelandic National Costume Board buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgata 43, 101 Reykjavík, Iceland Tel: + 354 5302200