Yfirhafnir kvenna

Skjólflíkur yfir búninga kvenna.

Flos, rósaflos. Hempa, reiðhempa. Hempuborði. Kríla. Möttull. Möttulpör. Skinnsaumur.

Flos, rósaflos

Flos er efni sem í eru ofnir aukaþræðir sem þekja það með loðnu eða lykkjum eins og í flaueli, plussi og fleiri gerðum efnis. Í rósaflosi myndar flosið rósamunstur.

Hempa, reiðhempa

Skjólflík kvenna fyrr á öldum, svört, skósíð og efnismikil kápa. Hempur voru upprunalega sniðnar eftir spænskum kápum sem voru í tísku í Evrópu á 16. öld. Í fyrstu mun hempan hafa verið viðhafnarfat heldri kvenna og þá skreytt flauelsborðum og ýmsu kvensilfri. Á síðari hluta 18. aldar var farið að leggja hempubarmana þverhandarbreiðum, svörtum borðum, […]

Hempuborði

Svartur, þverhandarbreiður skrautborði unninn úr íslensku togi, lagður niður hempubarmana frá hálsmáli niður á fald. Borðarnir gátu verið rósaflos, skinnsaumur eða þeir voru krílaðir.

Kríla

Að bregða bandlykkjum á sérstakan hátt þannig að þær myndi snúru eða leggingu.

Möttull

Skjólflík yfir skautbúning og kyrtil, einnig notaður við upphlut eða peysuföt. Möttull er slá saumuð úr svörtu klæði, þykku satíni eða jafnvel flaueli og er fóðraður með svörtu, rauðu eða gráu silki. Möttull er lagður svörtu eða hvítu skinni meðfram brúnum allt í kring. Möttullinn er kræktur saman með möttulpörum úr silfri. Hann nær niður […]

Möttulpör

Yfirleitt tveir hringlaga skildir, smíðaðir úr silfri, skreyttir víravirki og oftast gylltir. Með pörunum var möttullinn kræktur saman á móts við bringubein.

Skinnsaumur

Stórgerð blúnda úr svörtum togþræði og notuð á hempur og pils. Unnin með því að tengja saman ofin bönd, fótofin eða kríluð.  

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200