Útsaumur

Ýmiss konar útsaumur er notaður til að skreyta íslenska búninga. Hver búningur hefur sinn sérstaka útsaum, eina gerð eða fleiri.

Baldýring, silkibaldýring, vírbaldýring. Blómstursaumur. Listsaumur, kúnstbróderí. Perlusaumur. Skattering. Skurður, ásaumur, bótasaumur, flauelsskurður. Varpleggur.

Baldýring, silkibaldýring, vírbaldýring

Útsaumur gerður með silkiþræði eða bómullarþræði sem er vafinn örfínum gull eða silfurþræði. Baldýring er gjarnan notuð á borða, kraga og belti faldbúnings, á upphlutsborða og einnig á barma og ermar skauttreyju.  

Blómstursaumur

Útsaumsaðferð, notuð til að skreyta pils, svuntu og samfellu faldbúninga. Blómstursaumur er saumaður eftir ýmsum munstrum sem dregin eru eða þrykkt á efnið. Blómstursaumspor er unnið líkt og varpleggur, nema bandið úr hverju spori er klofið af næsta nálspori á eftir. Í útliti líkist sporið steypilykkju.  

Listsaumur, kúnstbróderí

Listsaumur  er stundum saumaður á samfellupils og á pils og efri hluta kyrtils. Líka talað um að sauma með mislöngum sporum.

Perlusaumur

Í perlusaumi eru smáar perlur saumaðar í efni. Perlusaumur var aðallega notaður á kraga og borða faldbúnings og í skrautmuni.     Ljósmynd úr Földum og skarti/Þorgerður Hlöðversdóttir.

Skattering

Saumgerð sem oftast er unnin eftir blómamunstrum. Hún er afbrigði af flatsaumi en sporið sjálft liggur að mestu leyti á réttu efnisins og sparar þannig garnið (sparsaumur). Eftir saumspor á réttu er nálinni stungið upp aftur fast við þar sem henni var stungið niður. Saumsporin á réttu geta verið mislöng en á röngu myndast einungis […]

Skurður, ásaumur, bótasaumur, flauelsskurður

Munstur er klippt út úr silki eða flaueli og saumað á annað efni. Saumfar og brúnir oft huldar með perlusaumi eða vírsnúru. Skautbúningspils (samfellur) hafa einnig verið skreytt með skurði.                 Ljósmynd úr Földum og skarti/Þorgerður Hlöðversdóttir.

Útsaumur

Ýmiss konar útsaumur er notaður til að skreyta íslenska búninga. Hver búningur hefur sinn sérstaka útsaum, eina gerð eða fleiri. Til dæmis er baldýring notuð á faldbúning, upphlut og skautbúning; blómstursaumur á faldbúnings- og skautbúningssamfellur; perlusaumur á faldtreyju eða kraga; ásaumur eða flauelsskurður á faldbúningstreyju, pils eða samfellur og kúnstbróderí eða listsaumur á kyrtil og […]

Varpleggur

Sérstakt saumspor til að sauma leggi til dæmis á milli blaða eða blóma í baldýringu og einnig notað til að sauma munstur á kyrtil og skautbúningssamfellu. (Oft nefndur kontórstingur.)

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200