Svunta

Lausar svuntur eru notaðar við flesta íslenska kvenbúninga.

Dúksvunta. Faldbúningssvunta. Svuntuhnappar. Svuntupar. Svuntur peysufata og upphluta.

Dúksvunta

Svunta úr einskeftu ullarefni, langröndótt eða köflótt.

Faldbúningssvunta

Á 18. öld og fyrir þann tíma var borin laus, mjó svunta yfir faldbúningspilsið. Á sumum elstu teikningum sýnast svunturnar styttri en pilsin og einnig að sumar svuntur þess tíma hafi verið úr ólíku efni eða með einhvers konar skreytingar efst. Síðar urðu svunturnar jafnsíðar pilsunum og allar úr sama efni en gátu þó verið […]

Svunta

Lausar svuntur eru notaðar við flesta íslenska kvenbúninga.  

Svuntur peysufata og upphluta

Svuntur upphluta og peysufata eru breiðar, einlitar, langröndóttar eða köflóttar. Við 19. aldar búning tíðkast að bera svuntu úr íslenskum ullardúk eða bómullarefni en svuntu úr silki, satíni eða íslenska dúksvuntu við 20. aldar búninga. Svuntan er nú oftast felld undir 2-3cm breiðan streng frá vinstri til hægri, strengurinn er hnepptur að aftan vinstra megin […]

Svuntuhnappar

Á streng faldbúningssvuntu voru saumaðir þrír svuntuhnappar, oft stórar kúlur eða hálfkúlur úr silfri. Svuntan var ekki bundin föst heldur var svuntustrengurinn settur undir beltið og svuntuhnapparnir hafðir ofan þess og látnir hanga fram yfir beltið og beltispörin.

Svuntupar

Á svuntu upphluta og peysufata er svuntustrengurinn hnepptur að aftan vinstra megin með svuntuhnappi eða svuntupari.        

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200