Skyrta

Bæði karlar og konur notuðu áður fyrr milliskyrtu úr vaðmáli eða lérefti.

Skyrtuhnappar. Upphlutsskyrta.

Skyrtuhnappar

Hnappar sem halda saman ermalíningum á upphlutsskyrtum. Nú oftast gerðir úr silfri sem stundum er gullhúðað. Algengastir eru kúptir hnappar og er hnappurinn tengdur með löngum hlekk við slétta rúnna plötu sem smeygt er í gegnum hnappagötin.

Skyrta

Bæði karlar og konur notuðu áður fyrr milliskyrtu úr vaðmáli eða lérefti. Skyrtan var há í hálsinn, með löngum ermum og hnepptri líningu í hálsmáli og um úlnliði og slík skyrta er enn notuð við faldbúninga, eldri gerð upphluts og karlbúninga.Hún er oftast úr hvítu eða ljósleitu silki- eða bómullarefni.  Skyrta 20. aldar upphluts er […]

Upphlutsskyrta

Skyrta við 20. aldar upphlut er oft úr hvítu eða ljósleitu silki eða bómullarefni en getur líka verið dökk. Stundum er skyrtan heil að framan en með smá klauf í hálsmáli. Í fyrstu var gat hún verið með kraga og jafnvel hafður klútur um hálsinn.

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200