Skotthúfa

Skotthúfur eru notaðar við kvenna- og karlabúninga.

Húfuprjónar, hnakkaprjónar. Húfuskúfur, skúfur, skúfasilki. Kólfur.
Skúfhólkur, hólkur.

Húfuprjónar, hnakkaprjónar

 Par af prjónum, 4-5cm langir, oftast úr silfri, ýmist silfurlitir eða gylltir og skreyttir rósettu á efri enda. Prjónarnir eru tengdir með tveimur mjóum, mislöngum keðjum. Lauf hangir á þeirri lengri, ýmist steypt, pressað eða úr víravirki. Húfuprjónar eru aðeins notaðir á grunnum skotthúfum og festir við húfubrún að aftan. Upphaflega voru húfuprjónarnir notaðir til […]

Húfuskúfur, skúfur, skúfasilki

Elstu húfuskúfarnir voru 17-20cm langir úr togþræði eða kambgarni í rauðum, bláum eða grænum lit, stundum svartir. Slíkir skúfar eru á húfum sem bornar eru með búningum sem eiga fyrirmyndir frá 18. og 19. öld. Skúfar við 20. aldar búninga eru úr svörtu skúfasilki, 25-35cm langir.      

Kólfur

Tengir skott og skúf á skotthúfu. Kólfurinn er gerður þannig að tala sem er u.þ.b. 2cm í þvermál er sett flöt á miðju efnisbúts. Snúið er upp á bútinn og hann saumaður saman í mjóan sívalning sem getur verið allt að 7-8cm langur. Sívalningnum er smeygt í skottið en skúfurinn er festur við þann enda […]

Skúfhólkur, hólkur

Hólkur, sem  hylur samskeyti húfuskotts og skúfs, oftast gerður úr silfri eða gylltu silfri. Einnig þekkist að hólkur hafi verið gerður úr vírborða á hversdagshúfum.  

Skotthúfa

Skotthúfur hafa verið notaðar um aldir á Íslandi. Allar enda þær í skotti efst, við skottið er festur skúfur og hólkur hafður á mótum skotts og skúfs. Á 18. og 19. öld var húfan djúp, prjónuð úr svörtu, stundum svarbláu, fínu ullarbandi og með skúf úr ullarbandi. Á síðari hluta 19. aldar voru notaðar grunnar, […]

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200