Sjal

Laus flík, ferhyrnd eða þríhyrnd og oft brotin á sérstakan hátt, sem konur lögðu yfir herðar sér til skjóls.

Franskt sjal. Herðasjal, þríhyrna, hyrna, prjónahyrna, skakki. Peysufatasjal. Sjalprjónn. Vetrarsjal.

Franskt sjal

Farið var að framleiða frönsk sjöl um og eftir miðja 19. öld og bárust þau til Íslands ekki löngu síðar. Sjölin voru með litríku munstri og talin kostagripir. Algengasta stærð þeirra var 160cm x 320cm. Þau voru brotin þversum í fernt svipað og peysufatasjöl. Einnig voru til ferköntuð frönsk sjöl sem voru brotin í tvennt. […]

Herðasjal, þríhyrna, hyrna, prjónahyrna, skakki

Þríhyrnt, prjónað sjal sem á árum áður var borið til skjóls, einkum við hversdagsbúning kvenna. Hyrnurnar voru oftast lagðar yfir herðarnar þannig að gleiðasta hornið lá niður bakið. Að framan voru hornin lögð í kross yfir brjóstið og bundin saman að aftan. Hyrnur þær úr eingirni sem stundum eru bornar við upphlut 20. aldar eru […]

Peysufatasjal

Sjal borið við 19. og 20. aldar peysuföt og upphluti. Við 20. aldar búninga voru algengust svört sjöl úr fínni ull með breiðu, svörtu kögri. Þau eru allt að 3,5 m löng og 1,85 m breið. Til að ná réttri sídd er sjalið brotið til helminga, stuttu hliðarnar saman. Síðan er aftur brotið eins en þá […]

Sjalprjónn

Prjónn smíðaður úr silfri, oft gullhúðaður. Notaður til að næla saman peysufatasjal á barminum.

Vetrarsjal

Sjal úr þykku ullarefni, gjarnan með kögri og jafnvel tvílitt, sitthvor litur á hvorri hlið, eða smáköflótt. Vetrarsjöl eru nálægt því að vera jafnhliða. Sjölin eru notuð yfir peysuföt og upphluti.

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200