Karlmannsföt, efri hluti

Karlar sem konur gengu í skyrtu næst sér, síðan í einhvers konar vesti og loks í treyju eða jakka.

Axlabandahringjur. Axlabönd. Brjóstadúkur. Karlmannshálsklútur. Karlmannshúfa. Karlmannstreyja. Mussa. Vesti.

Axlabandahringjur

Málmhringjur sem festar eru á axlabönd til að krækja þau föst við buxurnar.

Axlabönd

Spjaldofin eða útsaumuð axlabönd eru hluti íslenskra karlbúninga. Þau eru lögð í kross bæði að framan og aftan.

Brjóstadúkur

Karlmannsvesti, einfalt í sniðum, ermalaust, nær upp í háls og niður fyrir mitti. Það er hneppt á vinstri hlið og öxl og vasi utan á því neðst, vinstra megin.

Karlmannshúfa

Húfur karla eru prjónaðar, röndóttar ullarhúfur með litlum skúf.

Karlmannsföt, efri hluti

Bæði karlar og konur gengu í skyrtu næst sér, síðan í einhvers konar vesti og loks í treyju eða jakka.

Karlmannshálsklútur

Hálsklútar karla eru gjarnan einlitir, svartir eða dökkir.

Karlmannstreyja

Hluti 18. aldar karlmannsbúnings. Treyjan er aðskorin, kragalaus með sveigðum ermum og á þeim er hneppt ermaklauf með fjórum laufum. Framstykkin eru stór, tvíhneppt og hneppast hvort sem er til hægri eða vinstri. Hnappar úr tini, pjátri, beini eða silfri.

Mussa

Jakki karlmanna á 18. og 19. öld.

Vesti

Karlmannsflík úr ullarefni eða prjónað, svart, dökkblátt, mórautt, einstaka er dökkgrænt eða dökkrautt að lit. Það nær upp í háls og niður í mitti eða aðeins niður fyrir mitti. Framstykkin eru tvíhneppt og svo stór að hægt er að hneppa því vinstra yfir það hægra eða öfugt. Ullarbrydding er í hálsmáli og niður barmana í […]

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200