Borðar og leggingar

Borðar og leggingar af ýmsum gerðum eru á upphlutum og treyjum til skrauts.

Borðaspjöld. Borðaskraut. Leggingar. Pergament. Treyjuborðar. Upphlutsborðar.
Vírborðar, líberíborðar.

Borðar, upphlutsborðar

Borðar eru skrautborðar framan á upphlut. Á eldri gerð upphluta geta verið vírborðar (líberíborðar) eða flauelsborðar baldýraðir með vír eða silki eða með skurði og perlusaumi. Borðar eru oftast gerðir úr stífum spjöldum, borðaspjöldum. Baldýring er saumuð beint á borðaspjöldin. Á upphlut 20. aldar eru borðarnir styttri og breiðari en á eldri búningum og þeir […]

Borðaspjöld

Spjöld úr pappa eða pergamenti, klædd svörtu flaueli og fóðruð með lérefti. Spjöldin eru til að gera borðana stífa en þeir eru undirlag undir borðaskraut eða baldýringu.

Borðaskraut

Smíðað silfurskraut (borðarósir) sem fest er á upphlutsborða 20. aldar upphluts.

Leggingar

Leggingar eru saumaðar á bak upphluta og treyja, hylja sauma og eru til skrauts. Þær gátu verið af ýmsum gerðum, flauelsleggingar eða kniplaðar ullar- silki eða vírleggingar. Leggingar eru líka lagðar neðst á faldbúningspils til skrauts.  

Pergament

Skinn sem hefur verið teygt, sléttað og þurrkað. Oft notað til að skrifa á, bókfell, en líka til að setja inn í borða til að þeir haldi lögun sinni eða fest undir blöð í baldýringu.

Treyjuborðar

  Borðar á boðöngum treyju, oft baldýraðir, perlusaumaðir, kniplaðir, með flauelsskurði eða vírborðar.

Vírborðar, líberíborðar

Ofnir borðar, oftast er língarn í uppistöðu og gyllt eða silfurlitt málmgarn í ívaf. Upphaflega voru þeir skreytingar á einkennisbúningum embættismanna og yfirmanna í herjum Evrópu og á höklum presta.

   


© Allur réttur áskilinn Þjóðbúningaráð buningurinn@thjodminjasafn.is Suðurgötu 43, 101 Reykjavík Sími: 5302200